
Beggi á Tóftum SF 222 var keyptur til Ólafsvíkur haustið 2000 og fékk nafnið Bervík SH 143. Báturinn, sem áður hét Valdimar Sveinsson VE 22, hafði borið nafnið Beggi í Tóftum SF 222 um nokkurra mánaða skeið.
Upphaflega hét báturinn Súlan EA 300 og var smíðaður fyrir Leó Sigurðsson útgerðarmann á Akureyri í Sandefjörd í Noregi árið 1964.
Báturinn bar eftirfarandi nöfn eftir að hafa verið seldur frá Akureyri árið 1968: Stígandi ÓF 30, Stígandi RE 307, Jarl KE 31, Valdimar Sveinsson VE 22, Beggi á Tóftum SF 22, Bervík SH 143, Klængur ÁR 20, Margrét SK 20, Margrét HF 20 og Jökull ÞH 259.
Í dag heitir báturinn Nord GK 320 og er þjónustuskip í Norðursjó.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution