
Logi GK 121 hét upphaflega Bjarmi TH 277 og var smíðaður af Nóa bátasmið á Akureyri fyrir Flateyinga árið 1958.
Eigendur að Bjarma TH 277, síðar ÞH 277, voru Hermann Jónsson og synir hans Ragnar og Jón. Bátinn gerðu þeir út frá Flatey og síðar Húsavík eftir að flutt var í land.
Árið 1978 kaupa Ásgeir Þórðarson og Örn Arngrímsson á Húsavík bátinn, sem var 6 brl. að stærð, og hélt hann nafni sínu.
Þeir seldu bátinn til Patreksfjarðar árið 1980 þaðan sem hann var seldur suður í Sandgerði í ársbyrjun 1987. Þar fékk hann nafnið sem hann ber á myndinni, Logi GK 121. Á Patreksfirði hét hann Bjarmi BA 277 og eigendur hans Ólafur Bjarnason og Stefán Skarphéðinsson.
Það var Gunnlaugur I. Sveinbjörnsson sem átti bátinn í Sandgerði sem var afskráður 1993.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution