
Björn Valur Gíslason skipstjóri á franska togaranum Emeraude tók þessa mynd í morgun af spænska togaranum Lodairo.
Skipin voru að veiðum í Barentshafi, ca 40 sml. NA af eyjunni Hopen. 77°04N – 28°08A.
Lodario, sem er með heimahöfn í Vigo á Norður-Spáni, var smíðaður í Tyrklandi árið 2015 og hét upphaflega Kirkella frá Hull. Skipið er gert út af fyrirtækinu Pesquera Ancora sem Samherji Holding á hlut í í gegnum dótturfélag sitt UK Fisheries.
Lodario er 86.06 metrar að lengd, breiddin er 16.29 metrar og hann mælist 4290 brúttótonn að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution