Straumey EA 50

2710. Straumey EA 50 ex Straumey HF 200. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Línubáturinn Straumey EA 50 kemur hér inn til Grindavíkur í gær svona yfirbyggð og fín en það var gert í Bátasmiðjunni Sólplasti á síðasta ári.

Straumey EA 50 hét upphaflega Friðfinnur ÍS 105 og var afhentur frá Trefjum samnefndu útgerðarfyrirtæki á Flateyri í janúarmánuði árið 2006.

Bátuirnn, sem er af gerðinni Cleopatra 38, var seldur til Dalvíkur árið 2007 þar sem hann fékk nafnið Bliki EA 12. EA 12 var hann til ársins 2011 að hann varð EA 30 og síðan 2012 ÍS 203.

Straumeyjarnafnið fékk báturinn árið síðla árs 2018 og hefur verið ÍS 203, HF 200 og EA 50. Eigandi Friðfinnur ehf. og heimahöfn í Hrísey.

2710. Straumey EA 50 ex Straumey HF 200. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd