1000. Guðmundur Kristinn SU 404 ex Flosi ÍS 15. Ljósmynd Þorgeir Baldursson. Guðmundur Kristinn SU 404, sem sést hér á mynd Þorgeirs Baldurssonar, var mikið aflaskip sem gert var út frá Fáskrúðsfirði um árabil. Guðmundur Kristinn SU 404 hét áður Flosi ÍS 15 en upphaflega hét hann Seley SU 10 og var frá Eskifirði. Smíðaður … Halda áfram að lesa Guðmundur Kristinn SU 404
Month: febrúar 2020
Gissur Hvíti SF 55 á toginu
964. Gissur Hvíti SF 55 ex Bára GK 24. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Gissur Hvíti Ff 55 frá Hornafirði er hér að rækjuveiðum norðan við land en myndina tók Hreiðar Olgeirsson skipstjóri á Kristbjörgu ÞH 44. Upphaflega hét báturinn Bára SU 526 frá Fáskrúðsfirði og var í eigu Árna Stefánssonar. Síðar var hann seldur 1972 Garðari … Halda áfram að lesa Gissur Hvíti SF 55 á toginu
Naustavík EA 151
1417. Naustavík EA 151 ex Sólrún EA 151. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Naustavík EA 151 hét upphaflega Sólrún EA 251 og var smíðuð í Skipasmíðastöð KEA árið 1975. Báturinn var smíðaður fyrir Sólrúnu h/f á Litla-Árskógssandi og eftir að hafa átt bátinn í tæpa þrjá mánuði breyttu eigendurnir númerum í EA 151. Sólrún var síðasti báturinn … Halda áfram að lesa Naustavík EA 151
Þinganes og Steinunn
2966. Steinunn SF 10 - 2970. Þinganes SF 25. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020. Það styttist í að Hornafjarðarskipin Þinganes SF 25 og Steinunn SF 10 haldi til veiða en þessa mynd tók Maggi Jóns af þeim í Hafnarfjarðarhöfn í dag. Þinganes SF 25 og Steinunn SF 10 eru í hópi sjö systurskipa sem norska skipasmíðastöðin … Halda áfram að lesa Þinganes og Steinunn
Hrafn Sveinbjarnarson GK 255
1028. Hrafn Sveinbjarnarsonn GK 255. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 var smíðaður árið 1967 fyrir Þorbjörn hf. í Grindavík. Einn 18 báta sem smíðaðir voru í skipasmíðastöðinni V.e.b Elbewerft í Boizenburg í Austur Þýskalandi. Í 4 tbl. Faxa sem kom út 4. apríl 1967 sagði svo frá komu bátsins til landsins: Á skírdag kom … Halda áfram að lesa Hrafn Sveinbjarnarson GK 255
Freyja GK 364
923. Freyja GK 364 ex Kolbrún ÍS 74. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Séníverinn var eitt sinn gulur og hét Freyja GK 364 með heimahöfn í Garðinum. Eigandi Halldór Þórðarson sem gjarnan var nefndur Dóri á Freyjunni. Báturinn var smíðaður árið 1957 í Danmörku fyrir Sigvalda Þorleifsson h/f í Ólafsfirði og hét Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36. Báturinn … Halda áfram að lesa Freyja GK 364
Ófeigur VE 324
1179. Ófeigur VE 324 ex Árni í Görðum VE 73. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Reknetabáturinn Ófeigur VE 324 er hér að koma að bryggju á Vopnafirði, held ég. Myndina tók Hreiðar Olgeirsson skipstjóri á Kristbjörgu ÞH 44. Upphaflega hét báturinn Árni í Görðum VE 73 og var smíðaður fyrir Einar Guðmundsson h/f hjá Þorgeir & Ellert … Halda áfram að lesa Ófeigur VE 324
Pétur Jacob SH 37
1227. Pétur Jacob SH 37 ex Þrái HF 127. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1986. Pétur Jacob SH 37, sem hér sést koma að landi í Ólafsvík, hét upphaflega Þytur NS 22 og var smíðaður árið 1972 hjá Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd. Báturinn sem var tæplega 12 brl.. að stærð var smíðaður fyrir Þyt h/f á … Halda áfram að lesa Pétur Jacob SH 37
Dagstjarnan KE 3
1558. Dagstjarnan KE 3 ex Rán HF 342. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér má sjá skuttogarann Dagstjörnuna KE 3 við bryggju í Njarðvík en hún hét áður Rán HF 342. Upphaflega hét togarinn þó C.S Forester og var smíðaður árið 1969 en keyptur hingað til lands árið 1980. Þá sagði m.a í Ægi: 4. maí s.l. … Halda áfram að lesa Dagstjarnan KE 3
Inga NK 4
2395. Inga NK 4 ex Ásdís GK 218. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2011. Inga NK 4 frá Norðfirði kom til Húsavíkur í marsmánuði árið 2011 en báturinn var að kanna sæbjúgnamið við Norðurland. Ekki löngu seinna þetta ár var báturinn, sem upphaflega hét Brík BA 2 og var tæplega 30 brl. að stærð. seldur til Noregs. … Halda áfram að lesa Inga NK 4









