Hrafn Sveinbjarnarson GK 255

1028. Hrafn Sveinbjarnarsonn GK 255. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 var smíðaður árið 1967 fyrir Þorbjörn hf. í Grindavík. Einn 18 báta sem smíðaðir voru í skipasmíðastöðinni V.e.b Elbewerft í Boizenburg í Austur Þýskalandi. 

Í 4 tbl. Faxa sem kom út 4. apríl 1967 sagði svo frá komu bátsins til landsins:

Á skírdag kom til Grindavíkur nýr bátur smíðaður í Austur-Þýzkalandi. Hann heitir Hrafn Sveinbjarnarson GK 225 og er hann 270 tonn að stærð. Eigandi er Þorbjörn h.f., Grindavík.

Mb. Hrafn Sveinbjarnarson er þriðji bátur Þorbjarnar h.f. og bera þeir allir sama nafn.

Báturinn er smíðaður í Austur-Þýzkalandi og hófst smíði hans fyrir tæpu ári. Hann er búin öllum nýjustu og fullkomnustu siglingar- og fiskleitartækjum. Aðalvél er af gerðinni Listar-Blackstone, 660 hestöfl. Auk þess eru tvær hjálparvélar af sömu gerð.

Fárviðri hreppti báturinn á hafinu alla leið til Grindavíkur að undanskildum síðasta sólarhringnum. Reyndist Hrafn Sveinbjarnarson að dómi allra skipverja afburða gott sjóskip.

Skipstjóri er Pétur Sæmundsson frá Keflavík, ungur maður en þekkt aflakló. 1 vélstjóri er Valdimar Valdimarsson og stýrimaður Hreinn Sveinsson.

Hrafn Sveinbjarnarson er þegar búinn að fara í tvo róðra með net og var aflinn rúm 12 tonn í fyrsta róðri og 10 tonn í þeim síðari.

Báturinn kostaði á fimmtándu milljón króna.

Svo mörg voru þau orð en eins og áður segir voru þeir 18 bátarnir sem smíðaðir voru í Boizenburg fyrir Íslendinga á árunum 1965-1967. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 er annar tveggja sem eftir eru og enn í drift. Hann heitir í dag Saxhamar SH 50. Hinn er Kristín GK 457 sem upphaflega hét Þorsteinn RE 303.

Árið 1987 fór Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 í miklar endurbætur í Skagen í Danmörku en áður hafði hann verið yfirbyggður. Breytingarnar voru helstar útlitslega að báturinn var lengdur um 4 metra og yfirbyggður, settur var á hann bakki og nýr afturendi, ný brú, ásamt íbúðum undir henni. 

Árið 1991 var sett á hann pera. Árið 2005 var skipt um aðalvélina. Aðalvél skipsins er frá Caterpillar og er 862 hestöfl að stærð eða um 643 kW að stærð.

Skráð lengd skipsins í dag er 36,1 metrar en mesta lengd er 39,46 metrar og breiddin 7,20 metrar. Skipið mælist 256 brl./393,59 brúttótonn að stærð.

Síðar hét báturinn Sigurður Þorleifsson GK 10, því næst Sæljón SU 104, þá Sjöfn ÞH 142 og síðan Sjöfn EA 142 og loks Saxhamar SH 50.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ein athugasemd á “Hrafn Sveinbjarnarson GK 255

  1. Þessi skip hafa reynst okkur mjög vel í gegnum árin enda um mjög góð skip að ræða.Pétur Sæm sem var með Hrafninn nýjan mikill öðlingur sem var gott að vera með blessuð sé áminning hans.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s