Pétur Jacob SH 37

1227. Pétur Jacob SH 37 ex Þrái HF 127. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1986.

Pétur Jacob SH 37, sem hér sést koma að landi í Ólafsvík, hét upphaflega Þytur NS 22 og var smíðaður árið 1972 hjá Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd.

Báturinn sem var tæplega 12 brl.. að stærð var smíðaður fyrir Þyt h/f á Vopnafirði sem gerði bátinn út í þrjú ár. Hann var búinn 120 hestafla Kelvinvél.

1975 var hann seldur til Mjóafjarðar, eigandi Þytur h/f og báturinn varð SU 89. Í desember 1976 var báturinn seldur til Reykjavíkur þar sem hann fékk nafnið Gunnar Guðmundsson RE 19.

Árið 1979 var sett í hann 185 hestafla Cumminsvél og sumarið 1983 er hann seldur til Hafnarfjarðar þar sem hann fær nafnið Þrái HF 127.

Í desember 1984 kaupir Finnur Gærdbo í Ólafsvík bátinn og nefnir Pétur Jacob SH 37. Hann var seldur til Vestmannaeyja árið 1990 þar sem hann fékk nafnið Leó VE og ári síðar til Sandgerðis þar sem hann fékk nafnið Veiga GK 4. Það var hans síðasta nafn en báturinn var tekinn af skipaskrá 1994.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s