Naustavík EA 151

1417. Naustavík EA 151 ex Sólrún EA 151. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Naustavík EA 151 hét upphaflega Sólrún EA 251 og var smíðuð í Skipasmíðastöð KEA árið 1975.

Báturinn var smíðaður fyrir Sólrúnu h/f á Litla-Árskógssandi og eftir að hafa átt bátinn í tæpa þrjá mánuði breyttu eigendurnir númerum í EA 151. Sólrún var síðasti báturinn sem var smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA.

Sólrún EA var 28 brl. og er því báturinn er enn í fullu fjöri sem hvalaskoðunarbátur á Húsavík. Hann var búinn 300 hestafla Volvo-Penta aðalvél.

Árið 1984 var sett í bátinn 300 hestafla Mitsubishi aðalvél.

Í janúar 1987 er báturinn seldur Naustavík s/f á Árskógssandi og fær þá nafnið Naustavík EA 151. Sumarið 1999 keypti Fiskkaup h/f bátinn og nefndi Ásrúnu RE 277. Ári síðar kaupir Ingimundur h/f Ásrúnu og nefnir Helgu RE 47. Sumarið 2002 fékk báturinn nafnið Breiðdælingur SU 62 og var eigandi Fossabrún ehf. á Breiðdalsvík.

Norðursigling ehf. á Húsavík keypti bátinn haustið 2002 og sumarið 2003 hóf hann siglingar með ferðamenn undir nafninu Bjössi Sör.

Ný Mitsubishi aðalvél var sett í bátinn árið 2018 og er hún 310 hestöfl.

1417. Naustavík EA 151 ex Sólrún EA 151. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s