Guðmundur Kristinn SU 404

1000. Guðmundur Kristinn SU 404 ex Flosi ÍS 15. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

Guðmundur Kristinn SU 404, sem sést hér á mynd Þorgeirs Baldurssonar, var mikið aflaskip sem gert var út frá Fáskrúðsfirði um árabil.

Guðmundur Kristinn SU 404 hét áður Flosi ÍS 15 en upphaflega hét hann Seley SU 10 og var frá Eskifirði. Smíðaður í Flekkefjørd árið 1966.

Í marsmánuði það ár mátti m.a lesa eftirfarandi um Seley SU 10 í Austurlandi:

Um síðustu helgi kom til Eskifjarðar nýtt og glæsilegt fiskiskip, Seley SU 10, eign Kristmanns Jónssonar útgerðarmanns, annað skip hans með þessu nafni.

Seley er 285 lestir að stærð, og er því stærsta skipið í flota Eskfirðinga. Skipið, sem er stálskip, er smíðað í Flekkefjord í Noregi og búið 660 ha. Lister Blackstone-vél. Ganghraði reyndist 11 sjómílur.

Seley SU 10 var seld Græði h/f í Bolungarvík í árslok 1972 og fékk nafnið Flosi ÍS 15. Skipið var endurmælt árið 1973 og mældist þá 229 brl. að stærð.

Í desember 1976 kaupa Pólarsíld h/f á Fáskrúðsfirði og Magnús Þorvaldsson á Stöðvarfirði Flosa ÍS 15 og nefna Guðmund Kristinn SU 404. 1979 var skráður eigandi Pólarsíld h/f á Fáskrúðsfirði. (Heimild Íslensk skip)

Guðmundur Kristinn SU 404 var gerður út frá Fáskrúðsfirði eitthvað fram yfir 1990. Eftir að hafa legið í Reykjavík um tíma fékk hann nafnið Kristján RE 110 árið 1998 og fljótlega eftir það sitt síðasta nafn á Íslenskri skipaskrá, Eldhamar GK 13.

Eldhamar GK 13 var seldur til Króatíu árið 2007 þar sem hann fékk nafnið Bibe og er notaður í ferðaþjónustu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s