Freyja GK 364

923. Freyja GK 364 ex Kolbrún ÍS 74. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Séníverinn var eitt sinn gulur og hét Freyja GK 364 með heimahöfn í Garðinum. Eigandi Halldór Þórðarson sem gjarnan var nefndur Dóri á Freyjunni.

Báturinn var smíðaður árið 1957 í Danmörku fyrir Sigvalda Þorleifsson h/f í Ólafsfirði og hét Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36. Báturinn var endurbyggður frá grunni hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og lauk þeirri vinnu árið 1985 en stöðin hafði átt bátinn frá árinu 1974.

Hér má lesa nánar um það hvaða nöfn báturinn hefur borið í gegnum tíðina.

Eins og kunnugt er lenti hann í snjóflóðinu á Flateyri í janúar sl. og liggur að ég best veit hálfsokkin þar enn. En vonandi verður honum bjargað.

Samkvæmt vef Fiskistofu fékk báturinn nafnið Freyja GK 364 í marsmánuði 1995 og bar það til sumarsins 2000. Þá fékk báturinn nafnið Röstin GK 120 en árið 2010 fékk hann Orranafnið sem hann ber í dag.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s