Dagstjarnan KE 3

1558. Dagstjarnan KE 3 ex Rán HF 342. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér má sjá skuttogarann Dagstjörnuna KE 3 við bryggju í Njarðvík en hún hét áður Rán HF 342.

Upphaflega hét togarinn þó C.S Forester og var smíðaður árið 1969 en keyptur hingað til lands árið 1980.

Þá sagði m.a í Ægi:

4. maí s.l. bættist nýr skuttogari í flota landsmanna, en þá kom skuttogarinn Rán HF í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Hafnarfjarðar. Skuttogari þessi, sem áður hét C.S. Forester, er keyptur notaður frá Englandi, og er byggður þar árið 1969 hjá skipasmíðastöðinni Charles D. Holmes & Co Ltd í Beverley, smíðanúmer 1015. C.S. Forester var einn fyrsti ísfiskskuttogari, sem Bretar byggðu til veiða á fjarlœgum miðum. Nefna má að skuttogari þessi kom talsvert við sögu í Þorskastríðinu hér við land.

Eftir að skipið kom til landsins voru gerðar nokkrar breytingar á búnaði og bœtt við tœkjum og má þar einkum nefna, að sett var sérstök vökvaknúin skutrennuloka í skipið, gerðar breytingar á lest og vinnuþilfari, bætt við þremur vökvaknúnum hjálparvindum og loran-tœkjabúnaði í brú.

Rán HF er í eigu Gnoðar h/f í Hafnarfirði, en það fyrirtœki átti áður 348 brl. síðutogara sem hét Rán GK en ber nú nafnið Ingólfur. Skipstjóri á Rán er Guðmundur Vestmann og 1. vélstjóri Marteinn Jakobsson. Framkvæmdastjóri er Ágúst G. Sigurðsson.

Togarinn var 56,54 metrar að lengd, 10.97 metra breiður og mældist 743 brl. að stærð.

Rán HF 342 var seld til Suðurnesja í marsmánuði 1981 og fékk þá nafnið Dagstjarnan KE 3. ÚA keypti Dagstjörnuna síðla árs 1987 og fékk togarinn nafnið Sólbakur EA 305.

Sólbakur EA 305 var gerður út til ársins 1992 en 12. mars það ár kom hann úr síðustu veiðiferðinni fyrir ÚA. Hann var síðan seldur úr landi til niðurrifs.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s