Freyja ÞH 125

421. Freyja ÞH 125 ex Freyja KE 42. Ljósmynd Reynir Jónasson Húsavík.

Freyja ÞH 125, sem sést á þessum myndum Reynis Jónassonar á Húsavík, var smíðuð í Danmörku árið 1930.

Báturinn, sem var 23 brl. að stærð búinn 76 hestafla Tuxhamvél, hét upphaflega Sigurður Gunnarsson GK 525. Hann var smíðaður fyrir Guðmund Sigurðsson, Gunnar Sigurðsson og Friðrik Þorsteinsson í Keflavík.

Í ársbyrjun 1935 var báturinn seldur til Reykjavíkur þar sem hann fékk nafnið Freyja RE 225. Freyja átti eftir að verða GK 275, SH 140, BA 272, RE 307 og KE 42 áður en hún var keypt til Húsavíkur og varð ÞH 125.

Það gerðist síðla árs 1961 en þá keyptu bátinn þeir Guðjón Björnsson, Haukur Sigurjónsson, Hörður Arnórsson, Kristján Björnsson og Þorsteinn Jónsson.

1946 hafði verið sett í Freyju 90 hestafla June Munktellvél og 1960 var sett í hana 125 hestafla Penta dieselvél. 1967 var aftur skipt um vél og nú var það 240 hestafla GM dieslevél.

Freyja ÞH 125 var gerð út frá Húsavík til haustsins 1970 er hún var seld til Vestmannaeryja og varð Freyja VE 125. Í desember 1973 var Freyja seld til Ísafjarðar þar sem hún fékk nýtt nafn, Sigurður Þorkelsson ÍS 200.

Sigurður Þorkelsson ÍS 200 var talinn ónýtur og tekinn af skrá 25. október 1982 en fimm árum áður hafði verið sett í hann 240 hestafla Caterpillar dieselvél. Heimild Íslensk skip.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s