Reginn HF 228

647. Reginn HF 228 ex Helga Björg HU 7. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Reginn HF 228, sem sést á þessum myndum koma til hafnar í Þorlákshöfn, hét upphaflega Kristján SH 6 og var smíðaður árið 1961 í Skipasmíðastöðinni hf. í Stykkishólmi. 

Á síðunni Bátasmíði.is segir um helgina að Kristján SH 6 sé nú kominn heim því Sigurjón Jónsson, stjórnarformaður Skipavíkur í Stykkishólmi, hafi ákveðið að koma að verndun bátsins og í framhaldinu afsalaði Kópavogsbær bátnum til Bátasafns Breiðafjarðar.

Fyrsta skrefið á þeirri braut verndunar er að báturinn var fluttur í lok janúar 2020 til Stykkishólms þar sem honum verður komið í geymslu og reynt að koma í veg fyrir frekari skemmdir á honum. 

Vonir standa til að báturin verði seinna endurbyggður í upprunalegri mynd og honum fundið hlutverk til framtíðar. Ýmsar myndir og gögn má finna hér:  http://batasmidi.is/photoalbums/292925/

Á síðunni segir svo frá bátnum en eins og áður kemur fram var hann smíðaður í Skipasmíðastöðinni hf. í Stykkishólmi:

Yfirsmiður var Kristján Guðmundsson (Stjáni Slipp) framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvarinnar. Þorsteinn Þorsteinsson skipasmíðameistari á Akureyri teiknaði bátinn. Báturinn er plankabyggður eikarbátur og þegar mælibréfið er gefið út í október 1961 er báturinn skráður  13,30 m. á lengd, 4,0 m. á breidd og 1,8 m. á dýpt og  20,90 brl. og vél Caterpillar 180 ha. 

Báturinn er afar vandaður vel viðaður og vel byggður og ber meisturum sínu fagurt vitni. Báturinn er heill og búið er að skoða hann og meta vel hæfan til viðgerðar.

Báturinn var smíðaður fyrir Gísla Kristjánsson og fleiri í Grundarfirði. Í febrúar árið 1965 kaupir Norðri hf í Flatey bátinn og er hann notaður sem flóa- og fiskibátur og fær nafnið Konráð BA 152 árið 1968. Árið 1972 er báturinn seldur til Skagastrandar og þá er sett á hann það hús sem enn er á honum. Þá fær hann nafnið Helga Björg HU 7. Báturinn var gerður út sem fiskibátur frá Skagaströnd.

Árið 1995 er báturinn seldur til Hafnarfjarðar og hlaut nafnið Reginn HF. Hann var síðan gerður út lengi frá Þorlákshöfn. Árið 2005 var hann skráður í Grundarfirði sem Sindri SH 121. Árið 2006 var hann skráður sem Gæskur KÓ. Síðan hefur báturinn ekki verið notaður og síðustu árin hefur hann staðið á landi og beðið örlaga sinna.

Sigurður Bergsveinsson sem ritar þetta hér að ofan sendi mér mynd af Kristjáni SH 6 tilbúnum til sjósetningar og birti ég hana í desember 2007. Spurning hvort ég finni hana og birti hér ef svo vel vill til.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s