Ársæll Sigurðsson HF 80

1873. Ársæll Sigurðsson HF 80 ex Már GK 265. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Ársæll Siguðrsson HF 80 sem hér kemur að landi í Sandgerði vorið 2008 var smíðaður í Bátalóni árið 1987.

Upphaflega hét hann Bjarni KE 23 og var 11,70 brl. að stærð búinn 235 hestafla Volvo Penta. Smíðaður fyrir Hauk St. Bjarnason, Keflavík.

Síðar hét hann Bjarni BA 64, Askur GK 65 og Már GK 265 áður en hann fékk það nafn sem hann ber á myndinni.

Það var árið 2006 sem hann var keyptur til Hafnarfjarðar af Sæla ehf. og nefndur Ársæll Sigurðsson HF 80.

Báturinn hafði verið lengdur árið 1995 í 13,97 metra og er í dag 21,59 BT að stærð. Í honum er 300 hestafla Volvo Penta frá árinu 1998. Þá var sett á hann pera.

Haustið 2012 fær báturinn nafnið Kæja ÍS 19 með heimahöfn í Súðavík. Það var svo fyrrihluta árs 2014 sem báturinn fær núverandi nafn, Hreggi AK 85. Í eigu samnefnds fyrirtækis á Akranesi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s