Blængur NK 117

2197. Blængur NK 117. Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

Haustið 1993 kom til Neskaupstaðar nýr frystitogari sem Síldarvinnslan hf. festi kaup á frá Spáni. Blængur NK 117 hét hann og tók Þorgeir Baldursson þessa mynd af honum á Eyjafirði.

Í 11. tbl. Ægis það ár sagði m.a:

28. september sl. kom skuttogarinn Blængur NK 117 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar. Neskaupstað. Skuttogari þessi er smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Construcciones Navales Santodomingo S.A. í Vigo á Spáni, smíðanúmer 639 hjá stöðinni. Skipið er hannað af Nordvestconsult A/S í Álesund í samvinnu við Cramaco A/S í Tromsö.

Skipið er búið til rækjuvinnslu og heilfrystingar á karfa og grálúðu. Eftir að skipið kom til landsins var settur í það vinnslubúnaður og annaðist það verk Slippstöðin Oddi hf. á Akureyri og lauk þeirri vinnu í byrjun nóvember. Á móti hinu nýja skipi úreldir útgerðin Hilmi NK 171 (1551), 642 rúmlesta nótaveibiskip, smíðað árið 1980 á Akureyri. Hinn nýi Blængur er smíðaður eftir sömu teikningu og Otto Wathne NS sem keyptur var til landsins á sl. ári, en er smíðaður í mun hærri ísklassa, eða Ice 1B.

Blængur NK er í eigu Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Skipstjóri á skipinu er Helgi Geir Valdimarsson og yfirvélstjóri Jón Már Jónsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Jóhann K. Sigurðsson.

Blængur, sem hét Hekktind á smíðatímanum, var 51,45 metrar að lengd, 11,90 metra breiður og mældist 736 brl./1199 BT að stærð.

Blængur NK 117 var seldur til Skagastrandar í árslok 1998. Það var Skagstrendingur hf. sem keypti togarann og nefndi Örvar HU 2.

Snemma árs 2014 var Örvar, sem þá var SK 2 og í eigu FISK Seafood, seldur úr landi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s