
Þessa skemmtilegu mynd tók Pétur Helgi Pétursson sumarið 1992 og á henni má sjá Geira Péturs ÞH 344 koma til hafnar á Húsavík.
Súlan EA 300 liggur utan á Þvergarðinum og hefur sennilega verið að landa rækju líkt og Sigþór ÞH 100 sem liggur innan á garðinum.
Geiri Péturs þessi var seldur til Noregs 1996 en er nú farinn í pottinn líkt og Súlan sem siglt var utan til niðurrifs árið 2010, Nánar tiltekið til Belgíu. Sigþór hét síðar Þorvarður Lárusson SH 79, Straumur RE 79 og Valur GK 6.
Valur GK 6 skemmdist í bruna árið 2005 og skemmdist hann það mikið að ekki var gert við hann. Hann var dreginn í brotajárn erlendis.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr.