Jósef Geir ÁR 36 frá Stokkseyri

1266. Jósef Geir ÁR 36. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Jósef Geir ÁR 36, sem hér sést á mynd Tryggva Sigurðssonar, var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi árið 1972.

Jósef Geir ÁR 36 var smíðaður fyrir Hraðfrystihús Stokkseyrar hf. sem gerði bátinn út alla tíð. Báturinn var 47 brl. að stærð með heimahöfn á Stokkseyri. 

Jósef Geir ÁR 36 sökk að morgni 26. marz 1991 suðaustur af Þorlákshöfn. Áhöfninni, sjö mönnum, var  bjargað um borð í Fróða ÁR 33. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Kaldbakur EA 1 á frostköldum morgni

2891. Kaldbakur EA 1. Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2019.

Gundi tók þessar myndir í morgun þegar Kaldbakur EA 1 sigldi af stað frá Akureyri áleiðis á miðin.

Það var kalt við Eyjafjörð eins og sjá má á þessum myndum.

2891. Kaldbakur EA 1. Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2019.

Kaldbakur var  fyrstur í röðinni af fjór­um syst­ur­skip­um sem smíðuð voru hjá Cem­re-skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi. Hin eru Björgúlfur EA 312, Drangey SK 2 og Björg EA 7. Kaldbakur er í eigu Útgerðarfélags Akureyringa ehf. á Akureyri.

2891. Kaldbakur EA 1. Ljósmynd Guðmundur Rafn Guðmundsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Karólína ÞH 100

2760. Karólína ÞH 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Línubáturinn Karólína ÞH 100 færir sig hér í leguplássið sitt nú síðdegis eftir löndun og olíutöku í Húsavíkurhöfn.

Karólína ÞH 100 er í eigu Doddu ehf. á Húsavík og var smíðuð hjá Samtak í Hafnarfirði árið 2007.

Báturinn er 11,94 metrar að lengd, 4,18 metrar á breidd og mælist 14,92 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.