Harðbakur EA 3 verður á dagatalinu 2020

2963. Harðbakur EA 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

„Verður Harðbakur ekki á dagatalinu ?“ var ég spurður að á Akureyri í dag.

Svarið var stutt og laggott og það var styttra en nei.

Harðbakur EA 3 verður á dagatali Skipamynda.com árið 2020 og verðugur fulltrúi þessara sjö systurskipa sem bætast í flotann á þessu ári.

Áhugasamir geta pantað dagatalið á korri@internet.is og verðið verður á svipuðum nótum og fyrr.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Í siglingu með Húna II EA 740

108. Húni II EA 740 kemur að bryggju eftir að hafa tekið á móti Harðbak hinum nýja. Ljósmynd Hafþór 2019.

Í morgun bauðst mér að fara í siglingu með Húna II þegar báturinn sigldi til móts við nýja Harðbak EA 3.

Steini Pje á brúarvængnum. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.
Það voru margir með myndavélina á lofti um borð í Húna II. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.
Kallinn í brúnni, Víðir Benediktsson. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.
Kallarnir klárir með springinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Húni II, upphaflega HU 2, var smíðaður á Akureyri 1963 og er 27,48 metrar að lengd og 6,36 metra breiður. Harðbakur er 29 metra langur og 12 metra breiður.

2963. Harðbakur EA 3 og 108. Húni II EA 740. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Ég vil þakka Húnamönnum fyrir siglinguna sem og kaffisopann.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Harðbakur EA 3 kom til heimahafnar á Akureyri í morgun

2963. Harðbakur EA 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Harðbakur EA 3, nýtt togskip Útgerðarfélags Akureyringa, kom til heimahafnar á Akureyri laust fyrir klukkan 11 í morgun.

Harðbakur er fimmta skipið í raðsmíðaverkefni sem Vard-skipasmíðastöðin afhendir íslenskum útgerðum á þessu ári. Hin eru Vörður ÞH 44, Áskell ÞH 48, Vestmannaey VE 54 og Bergey VE 144. Tvö síðustu skipin, Steinunn SF 10 og Þinganes SF 25, verða afhent fyrir áramót.

Þessi nýju skip eru 28,95 metrar að lengd og 12 metra breið og mælast 611 BT að stærð. Í skipunum eru tvær aðalvélar með tveimur skrúfum.

Samherjamenn við nýja Harðbak með höfuðstöðvar ÚA í baksýn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Á myndinni hér að ofan eru fv. Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, Friðrik Karlsson yfirvélstjóri, Hjörtur Valsson skipstjóri, Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir eiginkona Hjartar og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.

2963. Harðbakur EA 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Vinnslubúnaður verður settur um borð í Harðbak hjá Slippnum á Akureyri og stefnt að því að skipið hefji veiðar í byrjun næsta árs.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dalaröst ÞH 40

1639. Dalaröst ÞH 40 ex Dalaröst ÁR 63. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Dalaröst ÞH 40 kemur hér til hafnar á Húsavík um árið en báturinn var í eigu útgerðarfélagsins Flóka ehf. á Húsavík.

Báturinn var smíðaður í Noregi 1978 en keyptur til landsins fjórum árum seinna og hét þá Rolant II. Hér á landi fékk hann nafnið Jón Bjarnason SF 3 og eigandinn var Svalan h/f á Hornafirði. 1984 kaupir Glettingur h/f í Þorlákshöfn bátinn og nefnir hann Dalaröst ÁR 63.

Flóki ehf. á Húsavík kaupir svo Dalaröstina af Glettingi að mig minnir haustið 1999. Hann heldur nafninu en fær einkennisstafina ÞH og númerið 40. Upphaflega var 440 hestafla Kelvin aðalvél í bátnum en 1985 var skipt um vél. Sett var í hann 700 hestafla Mitsubishi aðalvél.

Hera ÞH 60 leysti Dalaröstina af hólmi árið 2008 og var báturinn seldur. Hann hélt nafninu um tíma en varð GK 150. Í upphafi árs 2009 fékk hann nafnið Hans Jakob GK 150 og haustið 2010 Tungufell BA 326.

Báturinn fór í núllflokk á Fiskistofu árið 2015 og var dregið til Belgíu það sama ár.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.