Sigurfari ST 30

1916. Sigurfari ST 30 ex Sigurfari ÓF 30. Ljósmynd Börkur Kjartansson.

Rækjuskipið Sigurfari ST 30 frá Hólmavík liggur hér við bryggju á Húsavík undir lok síðustu aldar.

Ekki er langt síðan fjallað var um skipið hér og birt mynd af því sem Sigurfara ÓF 30.

Sigurfari hét upphaflega Stafnes KE 130 og var smíðað í Kolvereid í Noregi árið 1988 fyrir Keflvíkinga. Skipið er 34,72 metrar að lengd, 8 metra breiður og mælist 176 brl. að stærð. 

Stafnes KE 130 var selt til Ólafsfjarðar árið 1991 og kom í stað Sigurfara ÓF 30 sem fór upp í kaupin. Fékk skipið nafnið Sigurfari ÓF 30.

Sigurfari ÓF 30 var seldur Hólmadrangi hf. á Hólmavík vorið 1998 og þaðan ti Noregs í desember 1999. Sigurfari hét nafninu en varð ST 30 eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Merike komin í rauða litinn

IMO 9227534. Merike EK 1802 ex Regina C. og 2489. Hamar. Ljósmynd Maggi Jóns 2019.

Maggi Jóns tók þessar myndir í dag þegar rækjutogarinn Merike EK 1802 kom úr flotkvínni og að bryggju í Hafnarfirði.

Það voru Hamar og Grettir sterki sem sáu um að koma Merike að bryggju.

Merike EK 1802 var smíðaður fyrir Grænlendinga í Danmörku árið 2002 og hét áður Regina C. Hann er í eigu útgerðafyrirtækisins Reyktal.

Togarinn er 70 metrar á lengd og 15 metra breiður og er með heimahöfn í Tallinn í Eistlandi.

IMO 9227534. Merike EK 1802 ex Regina C., 2975. Grettir sterki og 2489. Hamar. Ljósmynd Maggi Jóns 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hersir HF 227

1626. Hersir HF 227 ex Hafrenningur GK 38. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

28. júní 1982 bættist í íslenska fiskiskipaflotann, skip sem keypt var notað frá Danmörku. Skip þetta hét upphaflega Michelle Cherie og er smíðað hjá Sakskbing Maskinfabrikk og Skibsværft í Danmörku árið 1976 og er smíðanúmer 20.

Þegar skipið kom til landsins varþað keypt af Hafrenningi h.f.í Grindavík og fékk það nafnið Hafrenningur GK 38. Í júní 1984 var það nefnt Hersir HF 227, eigandi Hersir h.f. í Hafnarfirði.

Skipið var upphaflega smíðað sem eins þilfars síðutogari til veiða á bræðslufiski, en árið 1980 var byggt yfir skipið, því breytt til línuveiða og sett í það línubeitingavél frá Mustad ásamt ýmsum tilheyrandi búnaði.

Á miðju ári 1984 var settur um borð búnaður til að sjóða og frysta rækju, og einnig var lestabúnaði breytt miðað við þann veiðiskap. Ægir 12. tbl. 1984.

Hersir var 41 metrar að lengd, hann var 8 metra breiður og mældist 295 brl. að stærð. Aðalvél 800 hestafla Alpha-Diesel.

Skipið átti eftir að vera Hersir ÁR 2, og ÍS 33, Klettur SU 100, Vigdís Helga 700 og Gissur Hvíti SF 55 og GK 457 áður en það var selt til Kanada um miðjan síðasta áratug.

Þar hefur það borið nöfnin Oujukoaq og Sikuvut.

Sett var á skipið ný brú, notuð frá Noregi ef ég man rétt, sennilega 1997.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.