Nukariit II GR-5-75 í Grindavík

OYWW. Nukariit II GR-5-75. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Grænlenski báturinn Nukariit II GR-5-75 kom til hafnar í Grindavík í morgun en hann er á leiðinni til Grænlands frá Danmörku þar sem hann var smíðaður.

Báturinn, sem er 14,99 metra langur og 6,67 metra breiður, bíður af sér veður en áfangastaðurinn er Pamiut á vesturströnd Grænlands hvar hann verður gerður út til krabbaveiða.

OYWW. Nukariit II GR-5-75. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Nukariit II GR-5-75 var smíðaður í skipasmíðastöðinni Bredgaard boats í Rødby hinni sömu og smíðar nýjan Bárð SH 81.

Sá grænlenski er með smíðanúmer M-138 frá stöðinni en Bárður M-135.

OYWW. Nukariit II GR-5-75. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Guðrún GK 47

2640. Guðrún GK 47 ex Arney BA 158. Ljósmynd Raufarhafnarhöfn 2019.

Guðrún GK 47 komst í fréttir í morgun þegar báturinn strandaði við Rifstanga á Melrakkasléttu.

Björg­un­ar­skip­inu Gunn­björg frá Raufarhöfn dró hann á flot og var komið með hann til Raufar­hafn­ar að ganga hálf ell­efu í morg­un.

Guðrún GK 47, sem er í eigu Skarfakletts ehf., hét upphaflega Dúddi Gísla GK 48. Síðar Ólafur HF 200, Pálína Ágústsdóttir GK 1 og GK 54. Því næst Arney BA 158 og loks Guðrún GK 47.

Raufarhöfn í dag. Ljósmynd Raufarhafnarhöfn 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution