Salka og Fanney komnar í jólabúninginn

1470. Salka og 1445. fanney við bryggju á Húsavík í kvöld. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þrátt fyrir að enn séu 30 dagar, 20 klukkustundir, 22 mínútur og 10 sekúndur til jóla (þegar þetta er skrifað) eru hvalaskoðunarbátarnir Salka og Fanney komnar í jólabúninginn.

Ef síðuritara skjöplast ekki er það einum 4-5 dögum fyrr en á síðsta ári. Jólaljósin á bátunum lífga alltaf mikið upp á höfnina á Húsavík og vonandi verða þeir sem flestir með seríurnar uppi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Vestmannaey og Bergey á Akureyri

2954. Vestmannaey VE 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Hér koma myndir af Vestmannaey VE 54 og Bergey VE 144 sem teknar voru á Akureyri með um fimm vikna millibilli.

Myndin af Vestmannaey VE 54 var tekin þann 4. október sl. en Bergeyjarmyndin í fyrradag, 12. nóvember.

2964. Bergey VE 144. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Svo kemur hér ein með þeim saman og gamla Hafborgin fær að fljóta með. Tekin í fyrradag en þarna var Vestmannaey nýlögst að Slippkantnum.

2323. Hafborg EA 242, 2964. Bergey VE 144. 2954. Vestmannaey VE 54. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution