
Steinunn SF 10, nýr togbátur í skipastól Skinneyjar-Þinganess, kom í gær til heimahafnar á Höfn í Hornafirði.
Skipið er smíðað í skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Norgegi, eitt sjö systurskipa en sex þeirra eru komin til landsins. Einungis Þinganes SF 25 er ókomið en það er einnig í eigu Skinneyjar-Þinganess hf. á Hornafirði. Áætlað er að Þinganesið komi til Hornafjarðar 21 desember nk.
Þessi nýju skip eru 28,95 metrar að lengd og 12 metra breið og mælast 611 BT að stærð. Í skipunum eru tvær aðalvélar með tveimur skrúfum.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution