
Pétur Jónsson TH 50 var smíðaður úr eik fyrir Útgerðarfélagið Barðann h/f á Húsavík í Danmörku árið 1955.
Hann var 53 brl. að stærð og upphaflega með 296 hestafla Buda díeselvél.
Báturinn var seldur í nóvember 1969 Hraðfrystihúsi Stokkseyrar h/f á Stokkseyri og fékk hann nafnið Vigfús Þórðarson ÁR 34. Nokkru áður hafði verið sett í hann 330 hestafla GM díeselvél.
Bátinn rak á land á Stokkseyri í desember árið 1977 og eyðilagðist. Tekinn af skipaskrá 1. apríl 1981. Heimild: Íslensk skip.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution