
Víðir Trausti SU 517 var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar fyrir Trausta hf. á Eskifirði og kom hann til heimahafnar í fyrsta skipti þann 24. júlí 1971
Báturinn var 50 brl. að stærð, búinn 240 hestafla Caterpillar aðalvél. Víðir Trausti SU 517 var seldur norður á Hauganes vorið 1974. Þar hélt hann sínu nafni 0g númeri en fékk einkennisstafina EA.

Meðfylgjandi myndir eru úr safni Auðar Stefánsdóttir og ljáði hún síðunni þær til birtingar.

Báturinn sökk á Breiðafirði í síðustu viku en hann hét Blíða SH 277. Mannbjörg varð.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution