Víðir Trausti SU 517

1178. Víðir Trausti SU 517. Ljósmynd úr safni Auðar Stefánsdóttur.

Víðir Trausti SU 517 var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar fyrir Trausta hf. á Eskifirði og kom hann til heimahafnar í fyrsta skipti þann 24. júlí 1971

Báturinn var 50 brl. að stærð, búinn 240 hestafla Caterpillar aðalvél. Víðir Trausti SU 517 var seldur norður á Hauganes vorið 1974. Þar hélt hann sínu nafni 0g númeri en fékk einkennisstafina EA.

1178. Víðir Trausti SU 517. Ljósmynd úr safni Auðar Stefánsdóttur.

Meðfylgjandi myndir eru úr safni Auðar Stefánsdóttir og ljáði hún síðunni þær til birtingar.

1178. Víðir Trausti SU 517. Ljósmynd úr safni Auðar Stefánsdóttur.

Báturinn sökk á Breiðafirði í síðustu viku en hann hét Blíða SH 277. Mannbjörg varð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vilborg ÞH 11

6431. Vilborg ÞH 11 ex Eyrún ÞH 268. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2014.

Vilborg ÞH 11, sem er í eigur Hreiðars Jósteinssonar á Húsavík, var smíðuð í Trefjum árið 1982.

Hún er af gerðinni Skel 80, mælist 5,3 brl./5,21 BT að stærð búin 63 hestafla Mermaid-vél síðan 1998.

Upphaflega hét báturinn Draumur ÞH 31 og var í eigu Steingríms Árnasonar. Gunnar Gunnarsson kaupir Draum af Steingrími og nefnir Eyrúnu ÞH 268. Hreiðar kaupir síðan af Gunnari í árslok 1990 og nefnir bátinn Vilborgu ÞH 11.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.