Flatey kemur úr Flatey

7405. Flatey ÞH ex Fugl. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Flatey er skemmtibátur í eigu Ingvars Sveinbjörnssonar á Húsavík og tók ég þessar myndir nú áðan þegar báturinn kom til hafnar á Húsavík.

Ingvar og hans fjölskylda eiga húseignir í Flatey og nota bátinn til siglinga á milli Húsavíkur og eyjunnar. Þaðan var hann að koma í dag.

Flatey var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1995 og var af gerðinni Sómi 860. Hét, eftir því sem ég kemst, Sæþór RE 41. Báturinn var skráður sem skemmtibátur árið 2003.

Í dag er báturinn Sómi 1000 eftir að hafa farið í breytingar á Akureyri fyrir nokkrum misserum síðan.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Niðurrif togarans Orlik í Njarðvíkurhöfn

Orlik við Norðurgarðinn í Njarðvík. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Vinna við að rífa togarann Orlik se, að legið hefur í Njarðvíkurhöfn er komin í gang aftur eftir að Umhverfisstofnun stöðvaði vinnu við það í september. 

Jón Steinar tók þessar tvær myndir um helgina og sést að m.a er búið að rífa gálgana.

Orlik við Norðurgarðinn í Njarðvík. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Myndirnar hér að neðan tók Jón Steinar fyrr í haust eftir að togaranum var komið fyrir við Norðurgarðinn í Njarðvíkurhöfn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution