
Norðureyri ehf. á Suðureyri hefur fest kaup á línubátnum Von GK 113 af Útgerðarfélagi Sandgerðis ehf. og mun hann koma í stað Einars Guðnasonar ÍS 303 sem strandaði á dögunum.
bb.is greinir frá þessu og þar segir að báturinn sé 15 tonna krókaaflamarksbátur smíðaður árið 2008 og er búinn beitningavél.
Óðinn Gestsson framkvæmdastjóri Íslandssögu, einn eiganda Norðureyrar ehf sagði í samtali við Bæjarins besta að báturinn kæmi vestur næstu daga. Með kaupunum er verið að leysa tímabundið úr þeim vanda sem skapaðist við strand á báti fyrirtækisins við Gölt á dögunum. Síðar verður tekin endanleg ákvörðun um skipakost félagsins.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution