
Káraborg HU 77 kemur hér að landi á Húsavík um 1990 en báturinn var á dragnótaveiðum á Skjálfanda.
Eitt sinn var þessi bátur í Húsvíska flotanum og hét þá Kristján Stefán ÞH 119 og gerður út af Baldri Karlssyni.
Báturinn hét upphaflega Níels Jónsson EA 106 og var smíðaður úr eik og furu í Skipasmíðastöð KEA árið 1957. Hann var 14 brl. að stærð og upphaflega í honum 108 hestafla MWM vél.
218 hestafla Caterpillar mun hafa leyst MWM vélina af hólmi árið 1979.
Báturinn var seldur til Ísafjarðar í nóvember árið 1974 þar sem hann fékk nafnið Arnarnes ÍS 133.
Samkvæmt miða frá velunnara síðunnar var nafnasaga hans svona eftir þetta:
Arnarnes HF 43. Útg: Ólafur Davíðsson. Garðahreppi. (1975 – 1977).
Arnarnes EA 206. Útg: Guðmundur V. Stefánsson. Dalvík. (1977 – 1979).
Kristján Stefán ÞH 119. Útg: Baldur Karlsson. Húsavík. (1979 – 1980).
Hari HF 69. Útg: Hari h.f. Bessastaðahreppi. (1980 – 1981).
Káraborg HU 77. Útg: Baldur Arason o.fl. Hvammstanga. (1983 – 1986).
Magnús SH 237. Útg: Baldur Arason. Ólafsvík. (1986).
Káraborg HU 77. Útg: Baldur Arason. Hvammstanga. (1986 – 1987).
Gígjasteinn SH 237. Útg: Baldur Arason. Rifi. (1987).
Gunnar Sveinn GK 237. Útg: Vignir Sigursveinssson o.fl. Sandgerði. (1987 – 1988).
Geiri í Hlíð GK 237. Útg: Guðmundur Ó. Sigurgeirsson o.fl. Grindavík. (1988 – 1989).
Káraborg HU 77. Útg: Baldur Arason. Hvammstanga. (1989 – 1991).
Káraborg HU 77. Útg: Ástvaldur Pétursson. Hvammstanga. (1991 – 1992).
Káraborg HU 77 var hans síðasta nafn því það bar báturinn þegar hann sökk um 50 sjm. sv. af Reykjanesi 28. júní 1992. Mannbjörg varð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution