
Næsti bær utan við Chapela við Vigoflóann er Teis og þar eru bryggjur, flotkvíar og slippar.
Ég hjólaði þangað um sl. helgi og tók nokkrar myndir og hér koma þrjár þeirra. Þarna er að mér sýnist aðallega unnið að viðgerðum og smíðum á skipum en einnig má vera að bátarnir liggi þarna á milli veiðiferða.

En það er einnig landað í Teis og spænski skuttogarinn Monte Meixueiro er hér við kajann.

Donine frá Villagarcia De Arosa var í flotkvínni og hélt ég fyrst að um væri að ræða e-h rannsóknar eða þjónustuskip en Shipspotting segir það fiskiskip.

Fann ekkert um þennan sem næst er á myndinni en sá í miðið er skráður í Senegal.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution