Í Teis rétt innan við Vigo. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Næsti bær utan við Chapela við Vigoflóann er Teis og þar eru bryggjur, flotkvíar og slippar. Ég hjólaði þangað um sl. helgi og tók nokkrar myndir og hér koma þrjár þeirra. Þarna er að mér sýnist aðallega unnið að viðgerðum og smíðum á skipum en … Halda áfram að lesa Við bryggju í Teis
Day: 29. júlí, 2019
Venus NS 150 á makrílveiðum
2881. Venus NS 150. Ljósmynd Hilmar Örn Kárason 2019. Hilmar Örn Kárason skipverji á Venusi NS 150 tók þessa mynd af skipinu í gærmorgun þar sem það var á makrílveiðum. Verið var að dæla um 250 tonnum um borð í skipið sem kom að landi á Vopnafirði í gærkveldi með 900 tonna afla. Með því … Halda áfram að lesa Venus NS 150 á makrílveiðum
Bliki ÞH 50
710. Bliki ÞH 50 ex Bliki GK 323. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1983. Bliki ÞH 50 er hér við bryggju á Húsavík haustið 1983 að mig minnir. Bliki ÞH 50 var í eigu Njarðar hf. og þegar þarna var komið var hann á úthafsrækjuveiðum. Báturinn hét upphaflega Ólafur Magnússon AK 102 og var smíðaður fyrir Skagamenn … Halda áfram að lesa Bliki ÞH 50


