Alvarez Rosales og A Gago koma að landi

Alvarez Rosales kemur að landi í Chapela. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Vinnubátarnir sem notaðir eru við skelræktina á Vigoflóa eru margir og af ýmsum stærðum og gerðum.

Í hádeginu komu tveir þeirra til hafnar í Chapela og sýnist mér þetta vera flaggskipin þeirra hér í bæ. Bátarnir heita Alvarez Rosales og A Gago og tók ég þessar myndir í hádeginu.

A Ago á heimstími. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd