Gøtunes FD 950

IMO: 9809265. Gøtunes FD 950 ex Gitte Henning I FD 950. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2021.

Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir af nóta- og togskipinu Gøtunesi FD 950 frá Færeyjum sl. sumar en þá var skipið á makrílveiðum.

Gøtunes, sem hefur heimahöfn í Gøtu, hét upphaflega Gitte Henning S 349 með heimahöfn í Skagen í Danmörku.

Skipið var smíðað í Noregi árið 2018 en selt Færeyingum ári síðar og hét það fyrst um sinn Gitte Henning I FD 950.

Gøtunes FD 950 er 90,45 metrar að lengd, breidd skipsins er 17,8 metrar og það mælist 4,624 BT að stærð. Aðalvél 7700 kw. Caterpillar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd