Máni GK 36

671. Máni GK 36 ex Haförn ÁR 115. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002.

Netabáturinn Máni GK 36 kemur hér að landi í Keflavík í marsmanuði árið 2002.

Máni GK 36 var smíðaður í Danmörku 1959 fyrir  fyrir Hraðfrystihús Grindavíkur og kom til heimahafnar á annan dag jóla það ár. 

671. Máni GK 36 ex Haförn ÁR 115. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002.

Máni GK 36 var gerður út frá Grindaví til ársins 1988 en þá var hann seldur til Tálknafjarðar og varð Máni BA 166. Vísir hf. í Grindavík keypti hann aftur til Grindavíkur árið 1990 og um það mátti lesa í Víkurfréttum 30. ágústa það ár:

Útgerðarfélagið Vísir s.f. í Grindavík hefur fest kaup á 72 tonna eikarbát, Mána BA 166 frá Tálknafirði. 

Bátur þessi er ekki með öllu ókunnur hér syðra því frá því að hann hljóp af stokkunum 1959 í Danmörku og til ársins 1988 hét hann Máni GK 36 og var í eigu Hraðfrystihúss Grindavíkur.

Árin 1996-1999 heitir báturinn Haförn ÁR 115 en sumarið 1999 fékk hann aftur nafnið Máni og verður GK 36 eins og tæplega fyrstu 30 árin.

Báturinn var rifinn árið 2007 í Þorlákshöfn.

671. Máni GK 36 ex Haförn ÁR 115. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd