Hraunsvík dregur netin út af Arfadalsvík

1907. Hraunsvík GK 75 ex Konráð SH 60. Ljósmynd Jón Steinar 2019. Jón Steinar tók þessar drónamyndir í morgun af netabátnum Hraunsvík GK 75 draga netin út af Arfadalsvík rétt vestan Grindavíkur. Aflinn hjá þeim Viktori Jónssyni og Brynjólfi Gíslasyni sem róa á Hraunsvíkinni og eru eigendur Víkurhrauns ehf. sem gerir bátinn út var 2 … Halda áfram að lesa Hraunsvík dregur netin út af Arfadalsvík

Vörður og Áskell komnir á flot í Brattavogi

2962.Vörður ÞH 44. Ljósmynd Gjögur hf. 2019. Togskipin Vörður ÞH 44 og Áskell ÞH 48 eru komin á flot í Brattavogi þangað sem flutningaskipið Jumbo Jubilee kom þau á dögunum. 2962. Vörður ÞH 44. Ljósmynd Gjögur 2019. Lokið verður við smíði skip­anna í Nor­egi, en þau eru hluti af sjö skipa raðsmíðaverk­efni sem ís­lensk út­gerðarfyr­ir­tæki … Halda áfram að lesa Vörður og Áskell komnir á flot í Brattavogi

Kristbjörg ÞH 44 áður Kristjón Jónsson SH 77

1053. Kristbjörg ÞH 44 ex Kristjón Jónsson SH 77. Ljósmynd Pétur Jónasson. Síðasta myndin úr rammanum hans afa er af Kristbjörgu ÞH 44 sem upphaflega hét Kristjón Jónsson SH 77.  Smíðaður í Skipavík fyrir Korra h/f í Ólafsvík árið 1967 en keyptur til Húsavíkur í byrjun árs 1969. Kaupendur voru Olgeir Sigurgeirsson og synir hans … Halda áfram að lesa Kristbjörg ÞH 44 áður Kristjón Jónsson SH 77

Kristbjörg ÞH 44, sú fyrsta

541. Kristbjörg ÞH 44 ex Hallsteinn EA 130. Ljósmynd Pétur Jónasson. Hér kemur sú næsta úr rammanum hans afa en hún sýnir Kristbjörgu ÞH 44, þá fyrstu af fjórum. Báturinn var smíðaður í Danmörku 1934 og hét upphaflega Ægir GK 8, 22 brl. að stærð, og var úr Garðinum. Síðar hét hann Hersteinn ÁR, Hersteinn … Halda áfram að lesa Kristbjörg ÞH 44, sú fyrsta

Njörður ÞH 44 við bryggju á Húsavík

699. Njörður ÞH 44 ex Njörður TH 44. Ljósmynd úr safni HH. Hér kemur fyrsta myndin af þrem sem héngu saman í ramma uppi á vegg hjá afa mínum, Olgeir Sigurgeirssyni útgerðarmanni á Húsavík. Hér sjáum við fyrsta bát þeirra Skálabrekkufeðga við bryggju á Húsavík. Njörð ÞH 44, sem þeir keyptu af Sigurbirni Sigurjónssyni ofl. … Halda áfram að lesa Njörður ÞH 44 við bryggju á Húsavík