Freyja II ÍS 401 við bryggju á Súgandafirði

525. Freyja II ÍS 401. Ljósmynd Sigurður Jóhannesson.

Freyja II ÍS 401 er hér við bryggju á Suðureyri við Súgandafjörð upp úr 1960. Hvaða bátur er utan á honum hef ég ekki upplýsingar um.

Freyja II ÍS 401 var smíðuð 1954 í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar hf. á Ísafirði fyrir Fiskiðjuna Freyju hf. Suðureyri Súgandafirði.

Báturinn var 39 brl. að stærð búinn 22o hestafla GM aðalvél. Fiskiðjan Freyja átti hann til ársins 1963 þegar Freyja II var seld til Vestmannaeyjar þar sem hún var þangað til yfir lauk.

Í Eyjum fékk báturinn nafnið Hafliði VE 13 sem hann bar til ársins 1988 er hann varð Sigurbára VE 249. Ári síðar Sigurbára II VE 249 en báturinn var tekin af skipaskrá 22. mars 1991.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd