Einar Hálfdáns ÍS 11

2790. Einar Hálfdáns ÍS 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2016 Einar Hálfdáns ÍS 11 siglir hér inn til Hafnarfjarðar í maímánuði árið 2016. Einar Hálfdáns er af gerðinni Cleopatra 38 frá Trefjum hf. í Hafnarfirði. Hann er 15 brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu.  Smíðaður fyrir Blakksnes ehf. í Bolungarvík árið 2009 en eigandi hans í dag … Halda áfram að lesa Einar Hálfdáns ÍS 11

Magnús SH 205

1343. Magnús SH 205 ex Sigurvon BA 55. Ljósmynd Alfons Finnsson 2014. Magnús SH 205 frá Hellisandi er hér á landleið á vetrarvertíðinni 2014. Báturinn hét upphaflega Garðar II SH 164 og var smíðaður fyrir Björn & Einar s/f í Ólafsvík í Slippstöðinni á Akureyri árið 1974. 1996 var báturinn seldur til Hornafjarðar en hélt … Halda áfram að lesa Magnús SH 205

Kaldbakur EA 1

1395. Kaldbakur EA 1 ex Kaldbakur EA 301. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012. Skuttogarinn Kaldbakur var smíðaður í San Juan skammt frá San Sebastian á Norður-Spáni fyrir Útgerðarfélag Akureringa h/f. Kaldbakur kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í desembermánuði 1974 en á efstu og neðstu myndum sem nú birtast er hann að leggja upp … Halda áfram að lesa Kaldbakur EA 1