Glettingur NS 100

2666. Glettingur NS 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005.

Glettingur NS 100 er á þessari mynd,sem tekin var 4. maí árið 2005 á útleið frá Húsavík.

Báturinn kom við á heimsiglingu sinni frá Reykjavík til heimahafnar á Borgarfirði eystri.

Morgunblaðið sagði m.a svo frá 28. apríl 2005:

BÁTASMIÐJAN Seigla hefur afhent nýjan bát til Borgarfjarðar eystra. Það er Glettingur NS, sem er nýsmíði númer 21 hjá Seiglu ehf. Hann er 14,9 brúttótonn, 11,6 metra langur og 3,6 metra breiður.

Í bátnum er 650 hestafla Volvo-aðalvél og er mesti ganghraði 30 sjómílur á klukkustund. Lestin tekur tólf 660 lítra fiskikör. Í lúkar er góð aðstaða fyrir þrjá menn. Hann er búinn ísskáp, örbylgjuofni, keramikhelluborði og sjónvarpi. Í stýrishúsi eru tækin frá R.Sigmundssyni en sjálfstýringin er frá Elcon.

Kaupandi er Kári Borgar ehf. og verður báturinn gerður út frá Borgarfirði eystra í krókaaflamarki og á grásleppu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s