Þórunn Sveinsdóttir VE 401 verður lengd í Skagen

2401. Þórunn Sveinsdóttir VE 401. Ljósmynd Óskar Franz 2016.

Þórunn Sveinsdóttir VE 401 lagði af stað í dag til Skagen í Danmörku þar sem skipið verður lengt.

Togarinn var smíðaður í Skagen árið 2010 fyrir Ós ehf. í Vestmannaeyjum. Skrokkurinn reyndar smíðaður í Póllandi en skipið fullklárað í Skagen.

Til stendur að lengja skipið um 6,6 metra sem þýðir að pláss fyrir kör í lest fer úr 360 körum í 560 kör. Skipið er 40 metrar á lengd og 11,2 metrar á breidd en verður eftir breytingu 46,6 metrar.

Frá þessu er sagt í Fiskifréttum en togarinn verður frá veiðum í tæpa fjóra mánuði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s