Björgvin EA 565

Björgvin EA 565. Ljósmynd aðsend.

Hrefnuveiðibáturinn Björgvin EA 565 við bryggju á Húsavík. Síðunni áskotnaðist þessi mynd í dag og ég tók mér það bessaleyfi að birta hana þó ég viti ekki nafn ljósmyndara.

Björgvin var upphaflega EA 389 og smíðaður á Akureyri árið 1923. Eigandi Jón E. Sigurðsson. Frá árinu 1933 var hann EA 565.

Í bókum Jóns Björnssonar, Íslensk skip, segir um Björgvin:

Eik og fura 9 brl. 25 hestafla Samsonvél. Seldur 1934 Sigfúsi Þorleifssyni Dalvík og sama ár sett í hann 35 hestafla June Munktell. 1942 var báturinn lengdur og mældist þá 13 brl. að stærð. 1946 var sett í hann 66 hestafla Kelvinvél.

Árið 1950, nánar tiltekið 1. september, var báturinn seldur Páli Pálssyni á Akureyri. Í apríl 1960 var hann seldur Gunnari Ólafssyni á Akureyri og fékk hann nafnið Þórunn EA 565.

14. september 1960 kom mikill leki að bátnum við Hrísey og varð að sigla honum í strand. Einn maður var á bátnum og bjargaðist hann á sundi til lands.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s