Sævík GK 757

2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Línubáturinn Sævík GK 757, í eigu Vísis hf. í Grindavík, kemur hér til hafnar í gær.

Vísir hf. keypti Sávarmál ehf., þ.e.a.s Óla Gísla GK 112 ásamt aflaheimildum, um mitt ár í fyrra og fékk hann síðan nafnið Sævík GK 757.

Báturinn var smíðaður fyrir Sjávarmál ehf. í Sandgerði í Seiglu árið 2006.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Víkurröst VE 70

2342. Víkurröst Ve 70 ex Víkurröst VE 2. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Víkurröst VE 70 sést hér koma til hafnar í Vestmannaeyjum í gær eftir handfæraróður.

Víkurröst var var smíðuð hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 1999 fyrir Þorstein Gunnarsson og var fyrst með heimahöfn í Vík í Mýrdal. Hún var með einkennisstafina VS og númerið 2.

2342. Víkurröst VS 2. Ljósmynd Hafþór Hreiðarssson.

2002 var hún komin til Vestmannaeyja og var VE 70 eins og Krissan í gamla daga en eigandinn HH útgerð ehf. og eins og sjá má á myndinni hér að neðan hefur hún verið skutlengd.

2342. Víkurröst VE 70 ex Víkurröst VS 2. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þæ í hærri upplausn.