Gullver NS 12 á Austfjarðarmiðum

1661. Gullver NS 12. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Gullver NS 12 er hér að taka það á Austfjarðarmiðum í gær en myndirnar tók Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó N Þorlákssyni VE 5.

Gullver NS 12 var smíðaður í Flekkefjord í Noregi árið 1983 fyrir Gullberg h/f á Seyðisfirði. 

Í október árið 2014 var Gullberg h/f selt Síldarvinnslunni h/f í Neskaupstað. Togarinn verið gerður út frá Seyðisfirði undir nafni dótturfélagsins Gullbergs h/f. og mokfiskað.

1661. Gullver NS 12. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.