Happadís GK 16

2652. Happadís GK 16 ex Spútnik 4 AK 110. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Happadís GK 16 kemur hér til hafnar í Sandgerði í lok aprílmánaðar árið 2008.

Sverrir Þór Jónsson gerði Happadísina út og var skiptjóri á henni. Hann var sérklega fengsæll á henni og sem dæmi var Happadís aflahæst krókaaflamarksbáta árið 2007 með 1.108 tonn.

Haustið 2011 var báturinn keyptur til Bolungarvíkur þar sem hann fékk nafnið Siggi Bjartar ÍS 50, í eigu samnefnds útgerðarfyrirtækis.

2014 kaupir K&G ehf. bátinn og nefnir Darra GK 31 en skömmu síðar er hann orðinn EA 75 með heimahöfn í Hrísey.

Í ársbyrjun 2018 fær báturinn nafnið Áki í Brekku SU 760 eftir að hann komst í eigu Gullrúnar ehf. á Breiðdalsvík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Dala-Rafn VE 508

2758. Dala-Rafn VE 508. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hólmgeir Austfjörð tók þessa myndir í dag þegar Ottó N Þorláksson VE 5 og Dala-Rafn VE 508 mættust rétt norðan Hrollaugseyja.

2758. Dala-Rafn VE 508. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Dala Rafn VE 508 var smíðaður í Póllandi árið 2007 fyrir samnefnt útgerðarfélag. Þá var hann grænn en Ísfélag Vestmannaeyja keypti bátinn 2014 og með tímanum varð hann rauður.

2758. Dala-Rafn VE 508. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Dala-Rafn VE 508 á sér þrjú systurskip í flotanum, Bergey VE 544, Vestmannaey VE 444 og Vörð EA 748.

2758. Dala-Rafn VE 508. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.