Breki VE 61

2861. Breki VE 61. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Maggi Jóns tók þessar myndir af skuttogaranum Breka VE 61 í Reykjavík.

Á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar segir að Breki VE var tekinn upp í slipp í Reykjavík í vikunni í tengslum við skoðun á skipinu í tilefni af því að ársábyrgð kínversku skipasmíðastöðvarinnar rennur brátt út.

Skipið var afhent Vinnslustöðinni í Kína 13. mars 2018 með ársábyrgð og nú er það grandskoðað á meðan ábyrgðin varir.

Allt virðist vera í góðu standi og ekkert kom heldur fram við skoðun á þurru landi í höfuðborginni.

Málað var í leiðinni yfir nokkrar lítilsháttar rispur á botninum. Það var nú allt og sumt.

2861. Breki VE 61. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.