Sædís Bára GK 88

2829. Sædís Bára GK 88. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2013. Sædís Bára GK 88 var smíðuð á Suðurnesjunum og sjósett í júnímánuði árið 2012. Sædís Bára var með heimahöfn í Garði en eigandi hennar var H. Pétursson ehf. Útgerðarsaga bátsins, sem var tæplge 19 BT að stærð, varð ekki löng því hann varð eldi að bráð … Halda áfram að lesa Sædís Bára GK 88

Eirik H-18-S

Erik H-18-S. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012. Bátasmiðjan Seigla á Akureyri afhenti þennan bát, Eirik H-18-S til Noregs í aprílmánuði árið 2012. Á þessum myndum er hann í reynslusiglingu á Eyjafirði en hélt áleiðis til Noregs síðar þennan dag sem var 14. dagur aprílmánaðar. Eirik, sem var með heimahöfn í Skogsvåg, heitir í dag Moagutt M-18-M. … Halda áfram að lesa Eirik H-18-S

Erika GR-18-119

Erika GR-18-119 ex Birtingur NK 119. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012. Grænlenska loðnuskipið Erika GR-18-119 lætur hér úr höfn á Húsavík í janúarmánuði árið 2012. Erika hét upphaflega Hákon ÞH 250 og var smíðuð fyrir Gjögur h/f í Ulsteinsvik, Noregi árið 1987. Skipið er 820 brúttórúmlestir, 57 metrar að lengd og 12,5 metrar að breidd.  Þegar … Halda áfram að lesa Erika GR-18-119

Hásteinn og Múlaberg við bryggju í Þorlákshöfn

1751. Hásteinn ÁR 8 ex Örn VE 244. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir í Þorlákshöfn í morgun en þær sýna dragnótabátinn Hástein ÁR 8 og skuttogarann Múlaberg SI 32. Múlaberg SI 22 ex Múlaberg ÓF 32. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Múlaberg SI 22 er annar tveggja svokölluðu Japanstogara sem eftir eru … Halda áfram að lesa Hásteinn og Múlaberg við bryggju í Þorlákshöfn

Keilir, nýtt skip Olíudreifingar

2946. Keilir. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019. Keilir, nýtt skip Olíudreifingar, kom til Reykjavíkurhafnar á dögunum en hann var smíðaður hjá Akdeniz skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Skipið, sem mun leysa olíuskipið Laugarnes af hólmi, siglir undir íslenskum fána og er 378 brúttótonn að stærð. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.