Ný Cleopatra 33 til Mæri

Bajas M-1-RA. Ljósmynd Trefjar.is 2019.

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Vågstranda sem er sveitarfélag í Mæri og Raumsdal í Noregi.

Kaupandi bátsins eru feðgarnir Johan og Tobias Solgård og er Tobias skipstjóri á bátnum sem hefur hafið veiðar.

Báturinn, sem hefur hlotið nafnið Bajas, er af gerðinni Cleopatra 33 og mælist 11 brúttótonn að stærð. 

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C90 500hp tengd ZF V-gír.  Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC og Furuno.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er sérútbúinn til gildruveiða á humri.

Spilbúaður og gildruborð er útfært af Trefjum.  Í lestinni er úðunarkerfi til að halda humri lifandi sem eykur aflaverðmæti til muna

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

Lestin er útbúinn fyrir 12stk 380lítra kör eða fleiri minni kassa. Í bátnum er upphituð stakkageymsla og salerni með sturtu.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Örfirisey RE 4

2170.Örfirisey RE 4 ex Polarborg 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Þessar myndir af frystitogara HB, Granda, Örfirisey RE 4, voru teknar í marsmánuði árið 2018.

Örfirisey var smíðuð árið 1988 í Kristiansund í Noregi fyrir Færeyinga og hét Polarborg 1. Grandi keypti skipið 1992 og þá fékk það nafnið Örfirisey RE 4. Það var lengt um 10 metra í Póllandi 1998 um leið og því  var breytt í flakafrystitogara.

Örfirsey er 65,47 metra löng, 12,8 metra breið. og mælist 1.842 GT að stærð.

2170.Örfirisey RE 4 ex Polarborg 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Daðey GK 777

2799. Daðey GK 777 ex Örninn ÓF 176. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Daðey GK 777 kemur hér að landi í Grindavík í marsmánuði 2018.

Daðey, sem í dag er gerð út af Vísi hf., hét upphaflega Oddur á Nesi SI 76. Smíðaður á Siglufirði 2010 fyrir Útgerðarfélagið Nesið ehf. á Siglufirði.

Í maímánuði 2015 var hann orðinn ÓF 176, í eigu sömu útgerðar, og í apríl 2016 fær hann nafnið Örninn ÓF 176.

Marver ehf. í Grindavík keypti bátinn síðan á árinu 2016 og fékk hann nafnið Daðey GK 777. Í nóvember 2017 er Vísir hf. skráður eigandi á vef Fiskistofu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.