Valentina í höfn á Húsavík

Valentina ex Nicola. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Valentina er í Húsavíkurhöfn í dag og losar hráefnisfarm til PCC á Bakka.

Skipið, sem áður hét Nicola, var smíðað árið 2000 og er 95,16 metrar að lengd. Breiddin er 13,17 metrar og mælist skipið 2,998 GT að stærð.

Valentina siglir undir flaggi Antigua & Barbuda og heimahöfnin er St. John’s.

Með því að smella á myndina er hægt að sjá hana í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd