
Trausti heitinn Jónsson gerði út um 12 ára skeið handfærabátinn Nonna ÞH 9 sem er af gerðinni Skel 26.
Á myndinni hér fyrir ofan er hann að undirbúa það að taka bátinn á land eftir skaksumarið 2006. Þórður Sigurðsson frá Sunnuhvoli er mættur á Bensanum og Gunnar heitinn Hvanndal tilbúinn til aðstoðar.
Á myndinni hér að neðan er Nonni ÞH 9 að verða kominn upp á Bensann sem flutti hann í naust.

Nonni ÞH 16, sem heitir í dag Ylfa Dís NK 9, var smíðaður í Trefjum árið 1985.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.