
Wilsonfjölskyldan hedlur áfram að koma með hráefni til PCC á Bakka og í dag liggur Wilson Stadt við Bökugarðinn þar sem uppskipun fer fram.
Skipið var smíðað árið 2000, siglir undir Maltneskum fána með heimahöfn í Walletta. Lengd þess er 113 metrar og breiddin 15 metrar. Mælist 4.200 GT að stærð.
Skipið er ekki með öllu ókunnugt á Húsavík því það kom hingað í mars 2003 með áburðarfarm. Þá hét það Linito en núverandi nafn fékk það árið 2006.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.