
Norska loðnuskipið Senior N-60-B er hér á mynd sem tekin var í febrúar sl. þegar floti norskra loðnuskipa var á Skjálfanda.
Senior er 63 metra langur, 12 metra breiður og mælist 1693 GT að stærð. Smíðaður 1989 og með heimahöfn í Bodø.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.