
Kári GK 146 var smíðaður úr eik í Halmstad í Svíþjóð árið 1954 og mældist 39 brl. að stærð.
Hann hét upphaflega Sigurfari SF 58 frá Hornafirði, síðar Farsæll SH 30 og Örninn KE 127 áður en hann fékk Káranafnið sem hann bar í tæplega 40 ár.

Vorið 2005 var hann seldur til Dalvíkur þar sem hann fékk nafnið Aggi Afi EA 399. Síðar hét hann Aníta KE 399 og hefur legið lengi í Grindavíkurhöfn. Heitir Dúa II RE 400 á pappírum.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.