Addi Afi GK 302

2701. Addi Afi GK 302. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006.

Addi afi GK 302 er hér á siglingu á Eyjafirði 25. febrúar árið 2006 en þarna var báturinn glænýr.

Á fréttavef Morgunblaðsins mátti lesa þessa frétt sama dag: 

Sýndu Akureyringum Adda afa 

JE vélaverkstæði á Siglufirði hefur afhent nýjan fiskibát til nýs eiganda, Útgerðarfélags Íslands. Báturinn er af gerðinni Siglufjarðar-Seigur 1120, en fyrirtækið keypti skrokk hans af Seiglu í Reykjavík og fullkláraði á Siglufirði.

Báturinn heitir Addi afi GK 302 og er heimahöfn hans í Sandgerði. Skipstjóri og útgerðarmaður bátsins, Óskar Haraldsson, er fæddur á Akureyri og uppalinn þar til 10 ára aldurs er hann flutti til Suðurnesja. Hann og Guðni Sigtryggson hjá JE vélaverkstæði brugðu sér því bæjarleið í dag, sjóleiðis, til að sýna Akureyringum þennan glæsilega bát.

Í febrúarmánuði 2008 fékk báturinn núverandi nafn eftir að hafa verið seldur til Bíldudals. Svalur BA 120 heitir báturinn í dag og er með heimahöfn á Brjánslæk. Eigandi Hafsbrún ehf.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Færðu inn athugasemd